Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 25. janúar 2022 17:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þú getur rétt ímyndað þér að þetta er ágætis liðsstyrkur"
,,Algjörlega þess virði þegar það tekst að lokum''
Andrea Mist og Sandra María fagna árið 2016.
Andrea Mist og Sandra María fagna árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Perry og Jón Stefán
Perry og Jón Stefán
Mynd: Þór/KA
Tiffany McCarty
Tiffany McCarty
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hún var alltaf mjög opin með það að hún ætlaði að prófa nýja hluti og ég óska henni rosalega góðs gengis í því
Hún var alltaf mjög opin með það að hún ætlaði að prófa nýja hluti og ég óska henni rosalega góðs gengis í því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á dögunum var tilkynnt að þær Andrea Mist Pálsdóttir og Sandra María Jessen væru gengnar í raðir Þór/KA á nýjan leik tvö og þrjú tímabil í burtu.

Andrea Mist lék með FH tímabilið 2020 og Växjö í Svíþjóð á síðasta tímabili. Sandra María hélt til Þýskalands eftir tímabilið 2018 með Þór/KA og samdi við Leverkusen. Þær eru báðar uppaldar á Akureyri og var Sandra María fyrirliði liðsins áður en hún hélt erlendis. Þá gekk Tiffany McCarty í raðir Þór/KA frá Breiðabliki á dögunum.

Fréttaritari Fótbolta.net var á Akureyri á dögunum og ræddi við Jón Stefán Jónsson, annan af þjálfurum Þór/KA um liðsstyrkinn og ýmislegt annað.

„Þú getur rétt ímyndað þér að þetta er ágætis liðsstyrkur. Við erum mjög ánægðir með að fá þær heim. Þetta er markmiðið hjá okkur að ná okkar stelpum heim og frekar gera vel við þær heldur en að fara eitthvað út í óvissuna. Ég væri að ljúga að þér ef ég segði að þetta hefði ekki tekið langan tíma. Þetta tók meira en vikur, þetta eru mánuðir. Það þarf margt að smella, eins og með Söndru sem er komin með fjölskyldu, það voru örugglega 2-3 mánuðir sem það ferli tók en algjörlega þess virði þegar það tekst að lokum," sagði Jón Stefán.

„Það er fyrir öllu að þetta eru leikmenn sem við þekkjum. Við þurftum að fá liðsstyrk, leikmenn sem við þekkjum og vitum hvað við höfum þegar kemur að karakter og líka að þær tengja svo vel út í allt samfélagið hjá okkur - láta gott af sér leiða miklu meira en bara inn á vellinum."

Leikmannahópur Þór/KA var orðinn ansi ungur og reynslulítill þegar ljóst varð að fyrirliði liðsins síðustu ár, Arna Sif Ásgrímsdóttir, væri haldin suður til Reykjavíkur og yrði ekki með Þór/KA á næsta tímabili.

„Það er engin spurning að við vorum að horfa í reynsluna með þær og svo er Tiffany McCarty komin líka. Hún er gríðarlega reynslumikill framherji. Auðvitað þurftum við eitthvað svoleiðis. Elstu stelpur fyrir utan þær eru fæddar '97 og seinna. Það veitir ekki af að fá aðeins betri aldurssamsetningu í þetta."

Umræðan í kringum Þór/KA fyrir þessa styrkingu var barátta við botninn á efstu deild.

„Sameinað lið á Akureyri á ekki að taka þátt í botnbaráttu. Ég ætla ekki að standa hérna og segja að við ætlum að vinna allt en við ætlum okkur klárlega að vera í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild, ég held hún verði jafnari og ég er alveg viss um að við getum slegist í efri hlutanum."

Hefðiru viljað vera með þetta klárt áður en Arna Sif hélt suður?

„Ég þekki Örnu mjög vel og hefði auðvitað vilja halda henni. Á móti kemur að hennar aðstæður voru á þann veg að hún vildi prófa eitthvað nýtt aftur, var búin að fara og koma aftur. Hún var alltaf mjög opin með það að hún ætlaði að prófa nýja hluti og ég óska henni rosalega góðs gengis í því."

Í Söndru Maríu, erum við að horfa þar í fyrirliða liðsins á komandi tímabili?

„Við vorum búnir að ákveða fyrirliða fyrir tímabilið. Þær eru þrjár sem skipta því á milli sín. Það verður bara tæklað innanbúðar ef það á eitthvað að breyta því. Við höfum ekkert spáð í því af því fyrir mér, og ég segi það alltaf fullum fetum, þá þurfa fyrirliðar ekkert endilega að vera með bandið."

Kemur til greina að styrkja hópinn enn frekar? Er eitthvað í pípunum?

„Ég ætla að leyfa blekinu aðeins að þorna núna, aðeins að meta stöðuna. Við segjum aldrei nei við góðum leikmönnum. Við erum komin með mjög þéttan hóp og svo skildi enginn gleyma því að við eigum mjög efnilega leikmenn og þær þurfa að fá sínar mínútur. Maður má ekki bara gleyma sér í því að gera einhverja hluti á næsta tímabili. Við eigum mjög spennandi stelpur sem ég bind miklar vonir við," sagði Jón Stefán.

Viðtalið við Jón Stefán er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner