Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   fim 25. janúar 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur hafnaði samningstilboði Silkeborg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það styttist í að Stefán Teitur Þórðarson yfirgefi herbúðir Silkeborg en hann hefur hafnað nýjum samningi frá félaginu.

Frá þessu er greint á danska miðlinum Sport Silkeborg.

Þar segir að Stefán hafi hafnað tilboðinu þar sem það hafi ekki verið nógu gott og hann sé nú á leið frá félaginu.

Stefán er samningsbundinn út árið. Silkeborg er sem stendur 6. sæti Superliga og hefur Stefán verið í lykilhlutverki eftir að hann náði sér af meiðslum.

Skagamaðurinn er 25 ára miðjumaður sem gekk í raðir Silkeborg haustið 2020 frá uppeldisfélaginu ÍA.

Hann á að baki 19 leiki fyrir A-landsliðið og bar hann fyrirliðabandið síðustu 20 mínúturnar gegn Gvatemala fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner