Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bradford rekur leikmann sem ákærður er fyrir barnaníð
Mynd: Getty Images
Bradford City, félag í D-deild Englands, hefur rekið sóknarmanninn Tyrell Robinson. Hinn 22 ára gamli Robinson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Robinson var upphaflega handtekinn fyrir tæpum tveimur árum síðan, áskaður um að hafa brotið gegn barni. Hann var þá settur í bann hjá félaginu.

Núna hefur hann verið ákærður af lögreglu fyrir barnaníð, tekið mynd af barninu og fyrir að deila myndinni.

Robinson mun mæta í dómsal þann 7. apríl næstkomandi.

Bradford, sem er í níunda sæti D-deildarinnar á Englandi, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að félagið „hefði sagt skilið við Tyrell Robinson."

Robinson var í unglingaliðum Arsenal, en gekk í raðir Bradford árið 2017.
Athugasemdir
banner
banner