banner
   þri 25. febrúar 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tomori ætlaði að vera eins og Ronaldinho, Henry og Zidane
Fikayo Tomori.
Fikayo Tomori.
Mynd: Getty Images
Fikayo Tomori, varnarmaður Chelsea, segist hafa orðið pirraður í fyrstu er honum var tjáð að hann væri betri í vörn en sókn. Það er þó ákvörðun sem reynst hefur árangursrík.

Núna er hann 22 ára og aðalliðsleikmaður hjá Chelsea, eftir lánsdvalir hjá Brighton, Hull og Derby.

Tomori spilaði undir stjórn Frank Lampard hjá Derby á síðustu leiktíð. Lampard tók svo við Chelsea og hefur Tomori spilað 21 leik í öllum keppnum á þessu tímabili.

Í viðtali við Goal.com segist Tomori litið upp til leikmanna eins og Ronaldinho, Thierry Henry og Zinedine Zidane þegar hann var yngri. „Það voru líka David Beckham, Michael Owen, Wayne Rooney, þannig leikmenn," segir hann.

Glöggir vita að enginn af þessum leikmönnum flokkast undir varnarmenn. „Þegar ég kom fyrst í U9 lið Chelsea þá fengu allir þrjá mánuði í vörn, þrjá mánuði á miðju og þrjá mánuði í sókn. Þannig er staðan tekin á öllum. Ég held ég hafi verið 11 ára (þegar hann var færður í vörn), en áður spilaði ég á miðjunni og í sókn."

„Á þeim tíma vildi enginn vera varnarmaður. Ég man að þjálfarinn setti mig alltaf í vörn og ég var alltaf fúll vegna þess. Faðir minn sagði við mig, 'ég ætla að vera hreinskilinn við þig, eftir því hvernig þú spilar ertu varnarmaður'. Eftir það spilaði ég alltaf í vörn."

„John Terry varð átrúnaðargoð mitt. Á þeim tíma var hann fyrirliði Englands og Chelsea. Hann var líklega besti varnarmaður í heimi og enginn betri að líta upp til," segir Tomori sem segist einnig hafa litið upp til Fabio Cannavaro, og núna nýlega Sergio Ramos og Virgil van Dijk.

Tomori og félagar í Chelsea verða í eldlínunni í kvöld gegn Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner