Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 25. febrúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur semur við systur frá Húsavík (Staðfest)
Arnhildur í leik með Völsungi gegn Þór/KA.
Arnhildur í leik með Völsungi gegn Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Reykjavík heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi leiktíð í Lengjudeild kvenna.

Í gær var tilkynnt að markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir myndi spila með liðinu í sumar.

Þá hefur félaginu tekist að ná í tvo leikmenn frá Völsungi á Húsavík. Það var tilkynnt um það í janúar að Dagbjört Ingvadóttir væri gengin í raðir félagsins og núna hefur systir hennar, Arnhildur, einnig samið við félagið.

Arnhildur er fædd árið 2000 og hefur spilað í meistaraflokki Völsungs frá 15. aldursári. Hún lék í fyrra 17 leiki þegar liðið féll úr Lengjudeildinni. Hún leikur áfram í Lengjudeildinni í sumar með Víkingi.

Hér að neðan má skoða tilkynningu frá Víkingi varðandi félagaskipti Dagbjartar. Þess má geta að John Andrews, fyrrum þjálfari Völsungs, stýrir Víkingi og þekkir hann því þessa leikmenn vel.

Víkingur hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil, en gengið hefur verið frá tveggja ára samningi við...

Posted by Víkingur on Föstudagur, 19. febrúar 2021

Athugasemdir
banner