Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 24. febrúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Bryndís Lára í Víking (Staðfest) - Ólöf Hildur semur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir hefur gengið til liðs við Víking R. í Lengjudeildinni.

Bryndís Lára á 138 leiki að baki í efstu deild en hún varði lengi markið hjá ÍBV og síðar Þór/KA.

Í fyrra var Bryndís varamarkvörður hjá Val.

Þá hefur Ólöf Hildur Tómasdóttir skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Ólöf er fædd árið 2003 en hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í fyrra.

„Það er Víkingum kappsmál að þeir sigursælu árgangar sem Ólöf Hildur tilheyrir myndi hryggjarstykki meistaraflokks næstu árin og því er þessum samningi við hana fagnað innilega," segir á Facebook síðu Víkings.
Athugasemdir
banner