Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 20:52
Brynjar Ingi Erluson
„Myndi ekki treysta Mudryk til að láta renna í bað fyrir mig“
Mykhailo Mudryk
Mykhailo Mudryk
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn Gabby Agbonlahor var ekki hrifinn af innkomu úkraínska leikmannsins Mykhailo Mudryk í úrslitaleik enska deildabikarsins í kvöld.

Mudryk kom inn af bekknum undir lok síðari hálfleiks en náði ekki alveg að finna sig í leiknum.

Hann var settur á nærstöng í hornspyrnunni og eina hlutverk hans var að koma boltanum frá ef hann kæmi á nærsvæðið, en tókst ekki ætlunarverk sitt því Virgil van Dijk mætti og stangaði boltanum í netið.

Chelsea keypti Mudryk fyrir 89 milljónir punda frá Shakhtar í byrjun síðasta árs, en hann hefur aðeins gert þrjú mörk úr 34 leikjum sínum með Chelsea.

„Ég myndi ekki treysta Mudryk fyrir því að láta renna í bað fyrir mig,“ sagði Agbonlahor á X í dag og voru margir stuðningsmenn sammála honum.
Athugasemdir
banner
banner