Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2023 12:40
Aksentije Milisic
Haaland í Barcelona - Nær hann leiknum gegn Liverpool?
Mynd: Getty Images

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Manchester City, dróg sig út úr norska landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins 2024. Noregur og Spánn mætast í kvöld.


Haaland fékk í nárann í 6-0 sigrinum gegn Burnley fyrir landsleikjahlé en hann skoraði þrennu í leiknum. Hann er þessa stundina staddur í Barcelona en þar fara leikmenn Man City oft í meðhöndlun.

Man City á stórleik gegn Liverpool eftir eina viku en ekki er víst hvort Haaland verði klár í þann slag. Hann var mjög leiður yfir því að þurfa að draga sig úr norska hópnum.

„Hann verður að setja heilsuna í forgang og reyna komast aftur í sitt besta form. Honum gengur vel en hann er sorgmæddur að geta ekki spilað með Noregi“ sagði Alfie Haaland, faðir leikmannsins, í viðtalið við TV2.

Man City er átta stigum á eftir toppliði Arsenal en City á leik til góða og á eftir að fá Arsenal í heimsókn á Etihad völlinn. Þá mætir liðið Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Athugasemdir
banner