Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. apríl 2021 18:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laporte hetjan en átti hann að vera enn inn á vellinum?
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Aymeric Laporte var hetja Manchester City í 1-0 sigrinum á Tottenham í úrslitum enska deildabikarsins í dag.

Laporte skoraði sigurmarkið á 82. mínútu með skall eftir aukaspyrnu Kevin de Bruyne.

Stuðningsfólk Tottenham er pirrað yfir því að Laporte hafi verið inn á vellinum þegar hann skoraði. Það er pirrað á því að hann hafi ekki fengið rautt spjald fyrr í leiknum.

Laporte stöðvaði tvær skyndisóknir Tottenham í fyrri hálfleik en var bara spjaldaður einu sinni. Sérfræðingar Sky Sports gagnrýndu Paul Tierney, dómara, og meira að segja Micah Richards, fyrrum varnarmaður Man City, var á því að Laporte hefði átt að fá rautt spjald.

„Hann var heppinn að fá að hanga inn á vellinum," sagði Richards eftir leikinn.

Paul Dickov, fyrrum leikmaður Man City, tjáði sig um þetta á Twitter. Hann var á því að Laporte hefði aldrei framkvæmt seinna brotið ef hann hefði verið spjaldaður fyrir það fyrra.

Hvað finnst ykkur?


Athugasemdir
banner
banner