Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 25. maí 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Félagið á heima í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Manchester United er komið í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð og var Erik ten Hag, stjóra félagsins, eðlilega létt eftir 4-1 sigurinn á Chelsea í kvöld.

United þurfti aðeins stig til að tryggja Meistaradeildarsætið en gerði gott betur en það og keyrði yfir Chelsea.

„Félagið á heima í Meistaradeildinni. Þetta er ekki auðvelt í ensku úrvalsdeildinni því margir keppast um þessi sæti. Það er stórt þegar þú nærð að afreka þetta,“ sagði Ten Hag.

„Við vildum vinna og sýndum hugarfar sigurvegarans. Chelsea er með marga magnaða leikmenn en við vorum rosalega góðir í skyndisóknunum. Við skoruðum fjögur og hefðum getað skorað fleiri en þeir gátu líka skorað.“

„Við getum enn haldið þriðja sætinu í deildinni. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda einbeitingu og að missa ekki menn í meiðsli en líka til að ná heimavallarmeti. Þetta verður mikilvægur leikur og við viljum vinna hann.“

Luke Shaw og Antony fóru báðir meiddir af velli en Ten Hag mun vita meira um það á næstu sólarhringum.

„Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að bíða í 24 tíma og eftir það vitum við meira,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner