Mirror valdi þá tíu varnarmenn sem hafa verið bestir á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.
Sjá einnig:
Topp tíu - Bestu markverðir tímabilsins í enska
Sjá einnig:
Topp tíu - Bestu markverðir tímabilsins í enska
9. Lewis Dunk - Gríðarlega öruggur og traustur í vörn Brighton. Góður í að spila boltanum úr vörninni.
7. Pervis Estupinan - Hefur átt frábært tímabil með Brighton síðan hann kom frá Villarreal síðasta sumar.
6. Ruben Dias - Hefur myndað hrikalega öflugt miðvarðapar með John Stones hjá meisturum Manchester City.
5. Lisandro Martínez - Hefur komið feikilega öflugur inn í vörn Manchester United. Sannur bardagamaður.
4. Sven Botman - Hefur verið geggjaður í vörn Newcastle eftir að hann var keyptur frá Lille síðasta sumar. Lykilhlekkur í því að Newcastle er komið í Meistaradeildina.
3. Luke Shaw - Missti sæti sitt hjá Manchester United en vann það til baka og hefur ekki litið til baka síðan. Líka gert vel í að leysa af í miðverði þegar á hefur þurft að halda.
2. William Saliba - Það var þungur skellur fyrir Arsenal þegar Saliba fór á meiðslalistann enda hafði hann átt þrusugott tímabil.
Athugasemdir