Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
   lau 25. maí 2024 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Umdeildur vítaspyrnudómur þegar Víkingur vann ÍA
Helgi Guðjónsson tryggði Víkingum stigin þrjú
Helgi Guðjónsson tryggði Víkingum stigin þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 0 - 1 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('56 , víti)
Rautt spjald: Marko Vardic, ÍA ('54) Lestu um leikinn


Helgi Guðjónsson tryggði Víking stigin þrjú með marki úr umdeildri vítaspyrnu á Akranesi í dag þegar liðið lagði ÍA.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur en Víkingur fékk tækifæri til að komast yfir en Árni Marinó varði í tvígang.

Snemma í síðari hálfleik fékk Víkingur víti þegar Danijel Dejan Djuric féll inn á teignum í baráttunni við Marko Vardic. Vardic var rekinn af velli en þessi dómur þykir mjög umdeildur.

Helgi steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 11 8 2 1 27 - 12 +15 26
2.    Breiðablik 11 8 1 2 26 - 13 +13 25
3.    Valur 11 6 4 1 25 - 14 +11 22
4.    ÍA 10 5 1 4 20 - 14 +6 16
5.    Stjarnan 11 5 1 5 21 - 20 +1 16
6.    FH 10 4 2 4 18 - 20 -2 14
7.    Fram 10 3 4 3 13 - 14 -1 13
8.    KR 10 3 2 5 19 - 21 -2 11
9.    HK 10 3 1 6 10 - 18 -8 10
10.    Vestri 10 3 1 6 13 - 23 -10 10
11.    Fylkir 10 2 1 7 15 - 27 -12 7
12.    KA 10 1 2 7 14 - 25 -11 5
Athugasemdir
banner
banner