Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 15:31
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: HK rúllaði yfir FHL
Lengjudeildin
Mynd: HK
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
HK 6 - 1 FHL
0-1 Björg Gunnlaugsdóttir ('9 )
1-1 Birna Jóhannsdóttir ('18 )
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('38 )
3-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('48 )
4-1 Brookelynn Paige Entz ('69 )
5-1 Hildur María Jónasdóttir ('71 )
6-1 Elísa Birta Káradóttir ('76 )

HK og FHL áttust við í eina leik dagsins í Lengjudeild kvenna og tóku gestirnir úr Fjarðabyggð forystuna snemma leiks þegar Björg Gunnlaugsdóttir kom boltanum í netið.

Birna Jóhannsdóttir jafnaði fyrir heimakonur, sem tóku svo forystuna á 38. mínútu þegar Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði.

Staðan var 2-1 í leikhlé og tvöfaldaði Gumma forystu HK í upphafi síðari hálfleiks áður en flóðgáttirnar opnuðust.

Brookelynn Paige Entz gerði fjórða mark HK á 69. mínútu og gerðu Hildur María Jónasdóttir og Elísa Birta Káradóttir endanlega út um viðureignina með sitthvoru markinu skömmu síðar.

Lokatölur urðu 6-1 fyrir HK en þetta er fyrsti sigur liðsins eftir þrjár umferðir á deildartímabilinu. HK og FHL eru jöfn um miðja deild, með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner