Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   lau 25. júní 2022 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Lingard með tilboð frá West Ham
Enski leikmaðurinn Jesse Lingard er með tilboð frá West Ham United en þetta herma heimildir Sky Sports.

Lingard er 29 ára gamall og verður án félags frá og með 1. júlí er samningur hans við Manchester United rennur sitt skeið.

Félagið ákvað að framlengja ekki samning hans og er hann nú í leit að nýju félagi.

Lingard er með samningstilboð frá West Ham United en þetta kemur fram á Sky Sports.

Leikmaðurinn þekkir vel til hjá West Ham en hann var á láni hjá félaginu á síðasta ári og gerði frábæra hluti undir stjórn David Moyes.

Hann gerði níu mörk í þeim sextán leikjum sem hann byrjaði fyrir West Ham.
Athugasemdir
banner
banner