Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   sun 25. júní 2023 12:41
Brynjar Ingi Erluson
Aníta Lísa spáir í 10. umferð Bestu deildar kvenna
Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari Fram, spáir í tíundu umferð Bestu deildar kvenna
Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari Fram, spáir í tíundu umferð Bestu deildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Blikar vinna Val í stórslag umferðarinnar
Blikar vinna Val í stórslag umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Tíunda umferð deildarinnar fer fram í dag og á morgun en það er Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari Fram, sem spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

Þór/KA 2 – 0 Stjarnan (16:00 í dag)
Mjög erfiður útileikur fyrir Stjörnuna til að fara í eftir óvænt tap í síðustu umferð. Þór/KA á sama tíma að missa út einn besta leikmann deildarinnar en það virtist þó ekki slá þær útaf laginu í síðasta leik. Stundum er það þannig að ef að sterkur leikmaður dettur út að aðrir stíga upp og það er svona spurning hvort að norðankonur nái að halda sama dampi. Ég spái því að þær verði áfram tvíefldar og vinni þennan leik frekar sannfærandi 2-0. Stjarnan þarf þá heldur betur að fara spýta í lófana!

Breiðablik 2 – 1 Valur (19:15 í dag)
Alltaf stórleikur þegar þessi tvö lið mætast. Vonandi verða bæði Valur og Breiðablik í stuði og mæta í þennan leik til að sækja til sigurs. Síðustu leikir hjá þeim hafa verið full passasamir og væri því gaman að sjá hraðan og skemmtilegan fótbolta hjá báðum liðum í dag. Ég spái því að það verði raunin og Valur komist yfir í fyrri hálfleik eftir þrusu skot frá Ásdísi Karen. Bæði lið munu vaða í færum í seinni hálfleik en Katrín Ásbjörns og Birta Georgs nýta sína sénsa vel og skora sitthvort markið. 2-1 sigur Breiðabliks því staðreynd.

Selfoss 3 – 1 ÍBV (18:00 á morgun)
Bæði lið hafa ekki alveg fundið taktinn í sumar þannig þetta verður mjög áhugaverður leikur. Selfoss vann mjög góðan sigur í síðustu umferð og spurning hvort að hlutirnir hafi smollið hjá þeim. Hugsa að þær landi þessu 3-1 og Emelía Óskars verður allt í öllu hjá þeim. Skorar fyrsta markið og leggur svo upp 2 á Barbáru Sól. Hjá ÍBV mun Þóra Björg skora en það verður ekki nóg fyrir Eyjastelpur í þessum leik.

FH 1 – 1 Þróttur (19:15 á morgun)
Þetta verður svakalegur leikur! Gæti trúað að þetta verði skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Bæði lið með mikil gæði og hraða innan sín liðs og einstaklega skemmtilega leikmenn sem hafa verið að blómstra í sumar. Þróttur kemst yfir 0-1 í fyrri hálfleik en svo kemur Sara Montoro inn á og jafnar leikinn fyrir FH. 1-1 niðurstaðan í jöfnum en hröðum og skemmtilegum fótboltaleik.

Keflavík 0 – 1 Tindastóll (19:15 á morgun)
Bæði lið horfa á þennan leik sem leik sem þau verða að vinna. Það verður því mikið barist og allt gefið í þetta hjá báðum liðum. Tindastóll mun þétta hópinn í góðri rútuferð og vinna sterkan 0-1 sigur á erfiðum útivelli. Murielle kemur inn í liðið eftir meiðsli og skorar þetta eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (2 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (2 réttir)
Kristín Dís Árnadóttir (2 réttir)
Sandra Sigurðardóttir (2 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Óskar Smári Haraldsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig stigataflan í deildinni lítur út.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner