Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 25. júlí 2020 14:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær ræðir um ungt lið, árangur og vitnar í Churchill
Manchester United þarf að fá í það minnsta stig gegn Leicester á morgun í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinar. Leicester, United og Chelsea berjast um tvö laus sæti í Meistaradeildinni.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, var í ítarlegu viðtali við Sky Sports fyrir leikinn á morgun sem birt var í dag. Byrjunarlið Solskjær í undanförnum leikjum er það yngsta í deildinni og vill Ole að liðið sitt unga læri sögu félagsins og hvað fyrrum leikmenn þess hafa gert.

„Fyrrum leikmenn liðsins hafa spilað marga mikilvæga leiki, bikarúrslitaleiki, leik til að vinna deildina, leik þar sem Meistaradeildarsæti er undir... Ég man þegar við sigruðum Charlton árið 2006. Við þurftum sigur til að komast í 2. sætið. Giuseppe Rossi kom úr unglingaliðinu og spilaði frábærlega. Aðrir framherjar voru meiddir."

Solskjær vitnar í sögu United og ræðir árangur félagsins á fyrri árum. Hann vitnar í Sir Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

„Velgengni felst í því að fatast fram á við frá einum óförum til annarra án þess að missa eldmóðinn," sagði Solskjær og bætir við: „Það er það sem við viljum kenna þessu liði, að halda áfram."

United tapaði gegn Chelsea í bikarundanúrslitum um síðustu viku og gerði jafntefli við West Ham á miðvikudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner