Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 25. júlí 2022 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari og Arnór byrja í Íslendingaslag - Andri Lucas og Adam á bekknum
Andri Lucas
Andri Lucas
Mynd: Norrköping
Hörður Ingi á skotskónum
Hörður Ingi á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 17:00 hefst leikur Norrköping og Gautaborgar í sænsku Allsvenskan.

Þar eigum við Íslendingar fjóra fulltrúa. Þrír þeirra eru Norrköping megin og eru það þeir Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson og Andri Lucas Guðjohnsen.

Þeir Ari og Arnór eru í byrjunarliðinu og Andri Lucas, sem kom frá Real Madrid fyrir helgi, er á bekknum.

Á bekknum hjá Gautaborg er svo Adam Ingi Benediktsson. Adam Ingi var varmarkvörður U21 landsliðsins í júní. Arnór og Andri léku með A-landsliðinu en Ari hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.

Leikurinn er liður í fimmtándu umferð deildarinnar og skilja fimm stig liðin að. Gautaborg er með 21 stig í 8. sæti og Norrköping er með sextán stig í 11. sæti.

Fleiri Íslendingar í eldlínunni
Þessir fjórir eru ekki einu Íslendingarnir sem eru í eldlínunni í dag. Tveir aðrir Íslendingar verða einnig í eldlínunni í Svíþjóð. Oskar Sverrisson er í byrjunarliði Varbergs sem mætir Hammarby og Böðvar Böðvarsson er í byrjunarliði Trelleborg sem mætir Skovde í 1. deildinni.

Í Þýslalandi er Kolbeinn Birgir Finnsson í byrjunarliði varaliðs Dortmund sem mætir Wehen í fyrstu umferð 3. Bundesliga.

Í Danmörku er Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens sem mætir Lyngby. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og Sævar Atli Magnússon er leikmaður liðsins og byrjar á bekknum í dag.

Loks eru þrír Íslendingar í eldlínunni með liði Sogndal í Noregi í leik sem hófst klukkan 16:00. Það eru þeir Jónatan Ingi Jónsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Hörður Ingi Gunnarsson. Sogndal leiðir 2-0 gegn Stabæk í hálfleik. Jónatan lagði upp fyrra markið og Hörður skoraði seinna markið.
Athugasemdir
banner
banner