Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. júlí 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gætu tekið einn eða tvo inn fyrir gluggalok - „Hef virkilega miklar áhyggjur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir ætlar sér að fá inn 1-2 leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld. Frá þessu greindi Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn ÍBV í gær.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  4 ÍBV

„Nei, [ég sé ekki fram á að einhvejrir séu að fara]. En við erum svona að líta í kringum okkur. Þetta er bara erfiður markaður. Ég gæti alveg trúað því að það komi einn eða tveir menn inn," sagði Siggi.

Sjá einnig:
Ætlar ekki að taka eitthvað bara til að taka eitthvað

Leiknir hefur tapað tveimur leikjum í röð og er markatalan 1-9 í þeim leikjum.

„Ég hef virkilega miklar áhyggjur. Eftir leikinn í síðustu viku á móti KA, að koma ekki sterkari til leiks í dag og sýna betri frammistöðu en þessi fyrri hálfleikur þá hef ég bara virkilega miklar áhyggjur af spilamennsku liðsins," sagði Siggi.


Siggi Höskulds: Fyrri hálfleikurinn var til skammar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner