Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 25. júlí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Calafiori gengur til liðs við Arsenal í æfingaferðinni
,,Here we go!"
Mynd: EPA
Fabrizio Romano er búinn að setja „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskipti ítalska varnarmannsins Riccardo Calafiori frá Bologna til Arsenal fyrir um 40 milljónir punda.

Calafiori er staddur í Bandaríkjunum þessa stundina alveg eins og Arsenal liðið sem er þar í æfingaferð. Varnarmaðurinn fer í læknisskoðun í Bandaríkjunum og mun ganga til liðs við Arsenal í æfingaferðinni.

Þessi 22 ára gamli varnarmaður gerir fimm ára samning við Arsenal eftir að hafa verið lykilmaður í liði Bologna á síðustu leiktíð og einn af bestu leikmönnum ítalska landsliðsins á EM.

Calafiori er miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem vinstri bakvörður. Hann verður líklegast notaður mest sem bakvörður hjá Arsenal, þar sem hann mun berjast við Jakub Kiwior og Oleksandr Zinchenko um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner