Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Florentino Luis til Mónakó (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mónakó hefur verið nokkuð virkt á leikmannamarkaðinum á milli tímabila og var félagið að krækja í Florentino Luis á eins árs lánssamningi frá Benfica.

Florentino er 21 árs gamall og þykir meðal efnilegustu miðjumanna Evrópu. Bæði Manchester United og City reyndu að fá hann til sín fyrr á árinu, auk Southampton, Leeds United og AC Milan.

Florentino er varnarsinnaður miðjumaður sem á 72 leiki að baki fyrir yngri landslið Portúgals. Benfica harðneitaði að gefa Mónakó kaupmöguleika með lánssamningnum.

Mónakó er þegar búið að næla sér í menn á borð við Axel Disasi, Caio Henrique og Kevin Volland undanfarna mánuði.

Florentino býr yfir reynslu þrátt fyrir ungan aldur þar sem hann hefur spilað yfir 20 deildarleiki fyrir Benfica auk leikja í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner