sun 25. september 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Breiðablik heimsækir Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslandsmótið í kvennafótbolta fer að líða undir lok þar sem aðeins tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.


Valur er búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið er með níu stiga forystu á Breiðablik sem á aðeins eftir að spila tvo leiki.

Bæði topp- og fallbaráttan réðust í gær þegar Valur lagði Aftureldingu að velli. Afturelding er þar með fallin niður í Lengjudeildina ásamt KR.

Breiðablik heimsækir Selfoss í dag á meðan Keflavík mætir ÍBV og Þróttur R. tekur á móti botnliði KR. Blikastúlkur eru í öðru sæti, tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna.

Viðureign Þórs/KA gegn Stjörnunni sem átti að fara fram klukkan 16:00 hefur verið frestað.

Besta-deild kvenna
14:00 Selfoss-Breiðablik (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Keflavík-ÍBV (HS Orku völlurinn)
14:00 Þróttur R.-KR (AVIS völlurinn)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner