sun 25. september 2022 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Matic um Keane: 70 prósent af því sem hann gerði væri rautt spjald í dag
Nemanja Matic
Nemanja Matic
Mynd: EPA
Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur svarað ummælum sem Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports lét út úr sér fyrr á árinu.

Matic tilkynnti ákvörðun sína um að yfirgefa Manchester United undir lok síðasta tímabils og ákvað að ganga í raðir Roma, en Matic sagi að Chelsea, United og Benfica ættu sérstakan stað í hjarta hans.

Keane furðaði sig á þessari kveðju Matic og sagði að það væri fáranlegt að láta þetta út úr sér. Chelsea og United gætu ekki bæði átt stað í hjarta hans, en Matic segir að fótboltinn hafi breyst frá því Keane var að spila hann.

„Ég virði það sem Keane hefur gert en hann þarf að skilja það að fótbolti hefur breyst. Ef ég spilaði fyrir Chelsea þá get ég ekki sagt að ég hati félagið. Ég get ekki verið reiður þegar ég er að tala á blaðamannafundum eftir leik."

„70 prósent af þeirri hegðun sem Keane sýndi af sér á vellinum er rautt spjald í dag. Það er ekkert hægt að kýla einhvern þegar allar myndavélar heimsins eru þarna að fylgjast með þér."

„Það eru alvöru hetjur sem segja eitthvað við mann úti á götu, en Keane hefur alltaf verið mjög almenninlegur við mig, þannig mér er alveg sama um það sem hann segir á opinberum vettvangi. Ég veit hvað ég hef gert á ferlinum og er mjög ánægður með það,"
sagði Matic.
Athugasemdir
banner
banner