Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   sun 25. október 2020 19:51
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fyrsti byrjunarliðsleikur Diego á árinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson Pando spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik á árinu er Real Oviedo tapaði fyrir Leganes í B-deild spænska boltans.

Diego, sem á 3 landsleiki að baki fyrir Ísland, hefur verið mikið í kuldanum á árinu og var síðast í byrjunarliði Oviedo þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Extremadura 19. september 2019.

Diego spilaði fyrstu 60 mínúturnar í dag og var skipt af velli í stöðunni 0-0. Nokkrum sekúndum síðar komust heimamenn í Leganes yfir áður en Borja Baston innsiglaði sigurinn þeirra á 87. mínútu.

Gestirnir í Oviedo minnkuðu muninn með marki í uppbótartíma en það dugði ekki til.

Leganes stefnir beint aftur upp í efstu deild og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Oviedo er aðeins með sjö stig eftir átta fyrstu umferðirnar.

Leganes 2 - 1 Real Oviedo
1-0 G. Shibasaki ('61)
2-0 Borja Baston ('87)
2-1 S. Obeng ('93)

Í efstu deild áttust Getafe og Granada við í nokkuð tíðindalitlum slag. Angel Montoro gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Það hefur verið skorað lítið af mörkum í spænska boltanum í ár og urðu lokatölurnar í Getafe 0-1.

Granada er búið að jafna Real Madrid á toppi deildarinnar með sigrinum. Getafe er þremur stigum á eftir.

Getafe 0 - 1 Granada
0-1 Angel Montoro ('45, víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
2 Barcelona 8 6 1 1 22 9 +13 19
3 Villarreal 8 5 1 2 14 8 +6 16
4 Betis 8 4 3 1 13 8 +5 15
5 Atletico Madrid 8 3 4 1 15 10 +5 13
6 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
7 Sevilla 8 4 1 3 15 11 +4 13
8 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
9 Espanyol 8 3 3 2 11 11 0 12
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 8 3 1 4 7 8 -1 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
16 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
17 Girona 8 1 3 4 5 17 -12 6
18 Oviedo 8 2 0 6 4 14 -10 6
19 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
20 Mallorca 8 1 2 5 7 13 -6 5
Athugasemdir
banner