Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. október 2021 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Donny van de Beek kominn með nýjan umboðsmann - Vill fara
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek hefur ekki fengið mörg tækifærinu hjá Ole Gunnar Solskjær eftir að hann var keyptur til Manchester United frá Ajax síðasta sumar.

Donny hefur einungis byrjað fjóra leiki í úrvalsdeildinni síðasta árið og segir hollenski miðillinn Voetball International frá því að hann sé búinn að skipta um umboðsmann.

Ali Dursun er sagður vera nýr umboðsmaður hollenska miðjumannsins en hann er einnig með Frenkie de Jong og Martin Braithwaite á sínum snærum.

Samningur Donny við United rennur út sumarið 2025 en hann er sagður vilja fara frá félaginu í janúar og fékk Dursun til að sjá um það verkefni.

Donny hefur verið orðaður við Everton, Newcastle og Barcelona að undanförnu.

Sjá einnig:
Van de Beek fer í janúar - Ajax ekki haft samband (21. okt)
Líklegt að Everton reyni aftur við Van de Beek í janúar (4. okt)
Virtist sjóða á Van de Beek á bekknum (29. sept)


Athugasemdir
banner
banner