Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   sun 23. nóvember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fall og Abdou framlengja við Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er búinn að staðfesta að tveir leikmenn félagsins munu vera áfram á Ísafirði eftir fall úr Bestu deildinni í haust.

Vestramenn eru búnir að framlengja við ýmsa mikilvæga hlekki í liðinu og núna bætist Sergine Modou Fall við þann lista.

Fall er 32 ára gamall og er á leið í sitt ellefta tímabil á Íslandi, þar sem hann er með yfir 200 keppnisleiki að baki fyrir Vestra.

Abdourahmane Diagne, eða Abdou, er einnig búinn að bætast við listann en hann er fæddur árið 2005 og er því á tuttugasta aldursári.

Abdou kom til Vestra í byrjun sumars frá senegalska félaginu Wally Daan FC De Thies. Hann kom við sögu í tveimur keppnisleikjum í sumar og bindur Vestri miklar vonir við þennan efnilega miðjumann.


Athugasemdir
banner
banner