Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 15:43
Brynjar Ingi Erluson
Brasilíumaðurinn bestur á Turf Moor
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Andrey Santos var besti maður vallarins í 2-0 sigri Chelsea á Burnley í opnunarleik 12. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Sky Sports gefur Santos, sem kom inn í byrjunarliðið í stað Moises Caicedo, 8 í einkunn.

Pedro Neto var einnig með 8 og svo komu þeir Tosin Adarabioyo, Trevoh Chalobah, Marc Cucurella og Jamie Gittens næstir á eftir með 7.

Fagleg frammistaða hjá Chelsea-liðinu sem er komið upp í 2. sæti deildarinnar.

Burnley: Dubravka (6); Walker (6), Tuanzebe (6), Esteve (6), Hartman (6); Cullen (6), Florentino (6); Tchaouna (6), Ugochukwu (5), Anthony (5); Flemming (5).
Varamenn: Hannibal (6), Broja (6), Foster (6), Bruun Larsen (6).

Chelsea: Sanchez (6); James (6), Tosin (7), Chalobah (7), Cucurella (7); Santos (8), Fernandez (8); Neto (8), Joao Pedro (6), Gittens (7); Delap (6).
Varamenn: Badiashile (6), Gusto (6), Guiu (7).
Athugasemdir
banner
banner