Madrid 1 - 0 DUX Logrono
0-0 Isina, misnotað víti ('5)
1-0 Monica ('90, víti)
0-0 Isina, misnotað víti ('5)
1-0 Monica ('90, víti)
Hildur Antonsdóttir var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 58 mínúturnar í naumum sigri Madrid gegn fallbaráttuliði DUX Logrono í efstu deild spænska boltans.
Gestirnir í liði Logrono fengu dæmda vítaspyrnu snemma leiks en Irina brenndi af á vítapunktinum.
Madrid var sterkara liðið en átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér góð færi svo staðan hélst markalaus allt þar til á lokamínútunum, þegar heimakonur fengu dæmda vítaspyrnu.
Monica steig á punktinn og skoraði eina mark leiksins. Lokatölur 1-0.
Madrid er í sjötta sæti með 20 stig eftir 12 umferðir.
Athugasemdir



