Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 14:40
Brynjar Ingi Erluson
England: Mings klórar sér í hausnum eftir sigur Chelsea á Burnley
Pedro Neto skoraði fyrra mark Chelsea
Pedro Neto skoraði fyrra mark Chelsea
Mynd: EPA
Chalobah handlék boltann í teignum í fyrri hálfleiknum en var heppinn að fá ekki á sig víti
Chalobah handlék boltann í teignum í fyrri hálfleiknum en var heppinn að fá ekki á sig víti
Mynd: EPA
Burnley 0 - 2 Chelsea
0-1 Pedro Neto ('37 )
0-2 Enzo Fernandez ('88 )

Chelsea er áfram á skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann þriðja leikinn í röð er það vann 2-0 sigur á nýliðum Burnley á Turf Moor í 12. umferð deildarinnar í dag.

Liðin skiptust á að sækja í byrjun leiks en Chelsea náði aðeins betri tök á leiknum þegar leið á.

Stórt atvik átti sér stað á 31. mínútu leiksins sem hefði getað breytt gangi leiksins. Robert Sanchez, markvörður Chelsea, tók útspark stutt á Trevoh Chalobah sem snerti boltann með höndunum. Dómarinn sá ekkert athugavert við það og var það Chalobah sem tók síðan útsparkið, en Aston Villa fékk á sig vítaspyrnu eftir samskonar atvik í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Tyrone Mings snerti boltann með höndunum í því atviki og klórar hann sér eflaust í hausnum eftir þetta atvik.

Hefði vissulega breytt öllu fyrir Burnley en það er þó alveg hægt að segja það að Chelsea verðskuldaði öll stigin í dag.

Pedro Neto kom þeim yfir sex mínútum eftir atvikið með flugskalla eftir laglega fyrirgjöf Jamie Gittens.

Portúgalinn gat hæglega bætt við öðru í þeim síðari en skot hans hafnaði í nærstönginni og þá sá Martin Dubravka við Malo Gusto um það bil stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Burnley náði að auka pressuna á Chelsea á lokamínútunum en því fylgir oft mikil áhætta. Á endanum tókst gestunum að bæta við öðru og loka leiknum. Marc Guiu stakk sér inn fyrir, lagði boltann til hliðar á Enzo Fernandez sem tryggði Chelsea öll stigin.

Nokkuð sannfærandi hjá Chelsea sem klifrar upp í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá nágrönnum sínum í Arsenal, en Burnley áfram í 17. sæti með 10 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
4 Sunderland 12 5 5 2 14 10 +4 20
5 Liverpool 12 6 1 5 18 17 +1 19
6 Bournemouth 12 5 4 3 17 18 -1 19
7 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
8 Crystal Palace 12 4 6 2 14 9 +5 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Brighton 12 4 5 3 17 15 +2 17
12 Brentford 12 5 2 5 17 17 0 17
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 12 3 3 6 12 16 -4 12
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 West Ham 12 3 2 7 13 23 -10 11
18 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
19 Nott. Forest 12 2 4 6 10 20 -10 10
20 Wolves 12 0 3 9 7 25 -18 3
Athugasemdir
banner
banner