Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Pogba kom við sögu - PSG vann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í franska boltanum í dag þar sem miðjumaðurinn Paul Pogba kom við sögu í keppnisleik í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár.

Pogba fékk að spila síðustu mínúturnar í stóru tapi hjá tíu leikmönnum Mónakó í Rennes. Staðan var 4-0 þegar Pogba var skipt inn á 85. mínútu og urðu lokatölur 4-1.

Pogba, sem lék síðast keppnisleik með Juventus í september 2023, vonast til að finna sitt gamla form aftur sem gerði hann að einum besta miðjumanni fótboltaheimsins um tíma.

Ansu Fati var einnig í byrjunarliði Mónakó sem er í áttunda sæti frönsku deildarinnar eftir þriðja tapleikinn í röð, með 20 stig eftir 13 umferðir. Rennes er einu stigi fyrir ofan.

Paris Saint-Germain trónir á toppi deildarinnar eftir sigur gegn Le Havre, með 30 stig. Lee Kang-in, Joao Neves og Bradley Barcola skoruðu mörkin í þægilegum sigri.

Fyrr í dag hafði Lens betur gegn Strasbourg í toppbaráttunni. Lens er í þriðja sæti með 28 stig eftir sigurinn, sex stigum fyrir ofan Strasbourg sem er systurfélag Chelsea.

Rennes 4 - 1 Mónakó
1-0 Ait Boudlal ('20)
2-0 Mahdi Camara ('48)
3-0 Breel Embolo ('73)
4-0 Ludovic Blas ('83, víti)
4-1 Mika Biereth ('95)
Rautt spjald: Denis Zakaria, Mónakó ('66)

PSG 3 - 0 Le Havre
1-0 Lee Kang-in ('29)
2-0 Joao Neves ('65)
3-0 Bradley Barcola ('87)

Lens 1 - 0 Strasbourg
1-0 Ismaelo Ganiou ('69)
Rautt spjald: Valentin Barco, Strasbourg ('77)
Rautt spjald: Morgan Guilavogui, Lens ('95)
Athugasemdir