Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   sun 23. nóvember 2025 18:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Eze skoraði þrennu í Norður-Lundúnaslagnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal 4 - 1 Tottenham
1-0 Leandro Trossard ('36 )
2-0 Eberechi Eze ('41 )
3-0 Eberechi Eze ('46 )
3-1 Richarlison ('55 )
4-1 Eberechi Eze ('76 )

Arsenal vann sannfærandi sigur gegn Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í kvöld.

Arsenal var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en Tottenham komst varla yfir miðju. Leandro Trossard kom Arsenal yfir þegar hann laumaði boltanum framhjá Gugilelmo Vicario eftir laglega sendingu frá Mikel Merino.

Eberechi Eze var nálægt því að ganga til liðs við Tottenham í sumar en samdi við Arsenal að lokum. Hann bætti öðru markinu við undir lok fyrri hálfleiks.

Hann bætti öðru marki sínu við og þriðja marki Tottenham strax í upphafi seinni hálfleiks. Richarlison klóraði í bakkann þegar hann skoraði með skoti langt fyrir utan teiginn eftir að Tottenham vann boltann á miðjunni.

Eze fullkomnaði þrennu sína þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og var nálægt því að bæta fjórða markinu við stuttu síðar en Vicario sá við honum.

Öruggur sigur Arsenal í hús og liðið er með 29 stig á toppnum, sex stigum á undan Chelsea. Tottenham er í 9. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner