Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 19:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: Barnes afgreiddi Man City
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 1 Man City
1-0 Harvey Barnes ('63)
1-1 Ruben Dias ('68)
2-1 Harvey Barnes ('70)

Newcastle United tók á móti Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og var hart barist.

Staðan var markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem bæði lið komust nálægt því að skora. Phil Foden og Nick Woltemade áttu góðar tilraunir og mögulega átti Foden að fá dæmda vítaspyrnu, en dómarateymið ákvað að skerast ekki í leikinn.

Síðari hálfleikurinn var áfram spennandi en heimamenn í liði Newcastle virtust sterkari aðilinn þar sem þeir sýndu virkilega sterkan varnarleik og skilaði sterk liðsframmistaða marki á 63. mínútu. Frábært spil hjá Harvey Barnes og Bruno Guimaraes endaði með góðu marki frá þeim fyrrnefnda, en City jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Portúgalski miðvörðurinn Rúben Dias skoraði þá eftir mikinn atgang í kjölfar hornspyrnu þar sem heimamönnum tókst ekki að hreinsa. Staðan aftur orðin jöfn, en það liðu varla tvær mínútur þar til Barnes skoraði aftur. Þetta mark kom einnig eftir mikinn atgang í kjölfar hornspyrnu þar sem Barnes náði að pota boltanum yfir marklínuna af stuttu færi.

Lærlingar Eddie Howe í liði Newcastle færðu sig aftar á völlinn og vörðust frábærlega á lokakaflanum. Man City reyndi að skapa sér góð færi en tókst ekki svo lokatölur urðu 2-1. Frábær sigur fyrir Newcastle.

Newcastle er aðeins með 15 stig eftir 12 umferðir af tímabilinu og tókst að stöðva City með þessum sigri.

Lærlingar Pep Guardiola eru í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og hefðu komist einu stigi á eftir toppliði Arsenal með sigri. City var með fjóra sigra í röð í öllum keppnum fyrir þetta tap.
Athugasemdir
banner
banner
banner