Marco Silva, stjóri Fulham, er eftirsóttur af öðrum félögum, m.a. í úrvalsdeildinni en samningur hans við Fulham rennur út næsta sumar.
Hann segist vera í stöðugum samskiptum við stjórn félagsins
Hann segist vera í stöðugum samskiptum við stjórn félagsins
„Ég var með Tony Khan (stjórnarformanni félagsins) fyrir mánuði síðan þegar hann vildi endursemja. Það gerðist ekkert merkilegt í síðustu viku, við funduðum eins og venjulega, ekki bara um samningamál, um Rodrigo Muniz og Antonee Robinson og hvað mun gerast í janúar," sagði Silva.
„Þeir vita að ég elska þetta félag. Úrvalsdeildin er erfið og það er ekki auðvelt að díla við mig stundum þar sem ég er metnaðarfullur. Það er jákvætt að geta haldið verkefninu áfram eftir fimm ár með sama stjóranum."
Athugasemdir


