Elísa Birta Káradóttir er gengin í raðir Víkings en hún kemur frá uppeldisfélaginu HK. Samningur hennar við HK rennur út um mánaðamótin.
Elísa Birta er fædd árið 2009 og er gríðarlega efnileg. Þrátt fyrir ungan aldur var tímabilið í sumar hennar annað tímabil með meistaraflokki. Hún skoraði þrjú mörk í sextán leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Elísa Birta er fædd árið 2009 og er gríðarlega efnileg. Þrátt fyrir ungan aldur var tímabilið í sumar hennar annað tímabil með meistaraflokki. Hún skoraði þrjú mörk í sextán leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Hún fékk atkvæði sem efnilegasti leikmaður ársins í Lengjudeildinni í sumar og fékk sömuleiðis atkvæði í úrvalslið tímabolsins.
Hún á að baki sautján leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í tvígang farið á reynslu til sænska liðsins Norrköping.
„Elísa Birta hefur spilað upp alla yngri flokka í félaginu og verið mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn. Hún á að baki tvö góð tímabil með meistaraflokki kvenna sem hafa hjálpað henni að taka næsta skref. Við óskum henni góðs gengis í komandi verkefnum í Víkinni og í framtíðinni. Við í HK erum stolt af þér og höfum mikla trú að þú eigir eftir að ná langt," segir í tilkynningu HK.
Úr tilkynningu Víkings
Hún er teknískur, kröftugur og hraður kantmaður og erum við spennt að sjá hana bæta sinn leik enn frekar í Hamingjunni.
„Elísa Birta er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með síðustu ár. Hún er snöggur og beinskeyttur kantmaður. Við hlökkum til að fylgjast með henni í Víkingstreyjunni og þróa hana sem leikmann, en hún hefur alla burði í að verða frábær leikmaður fyrir liðið," segir EInar Guðnason þjálfari Víkings.
Athugasemdir



