Chris Bascombe hjá Telegraph segir Englandsmeistara Liverpool sakna úrúgvæska framherjans Darwin Nunez eftir að hafa þurft að horfa á Alexander Isak á þessu tímabili.
Nunez var mikið gagnrýndur hjá Liverpool. Hann var með mikla vinnusemi og skapaði meira pláss fyrir liðsfélaga sína, en færanýtingin og ákvörðunatökur voru ekki alveg hans sterkasta hlið.
Hann var seldur til Al Hilal í sumar og Isak fenginn inn fyrir metfé, en núna segir Bascombe að Liverpool sé farið að sakna Nunez.
„Alexander Isak hefur verið svo lélegur með Liverpool að þeir eru farnir að sakna Darwin Nunez.“
„Liverpool var með hina fullkomnu sóknarlínu fulla af vinnuölkum, en eina hápressan sem Isak hefur framkvæmt síðan hann kom á Anfield er að halda liðsgallanum flekklausum.“
„Framherjinn sem Isak kom í stað fyrir, Darwin Nunez, var skammaður í gríð og erg fyrir frammistöðu sem var töluvert betri en það sem Isak hefur boðið upp á. Það vantaði ró og fágun hjá Nunez, en eins gallaður og hann var þá gastu aldrei tekið augun af honum. Maður var í basli með að taka eftir að Isak væri á vellinum í leiknum í gær þangað til honum var skipt af velli,“ sagði Bascombe.
Nunez hefur komið að sjö mörkum á fyrsta tímabili sínu með Al Hilal og virðist finna sig ágætlega, en Isak aðeins komið að tveimur mörkum með Liverpool.
Athugasemdir



