Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   lau 22. nóvember 2025 15:03
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Coventry með átta stiga forystu
Frank Lampard er í toppmálum
Frank Lampard er í toppmálum
Mynd: EPA
Lærisveinar Frank Lampard í Coventry City eru með átta stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar eftir að hafa unnið 3-2 sigur á WBA í dag.

Coventry hefur verið á miklu flugi í byrjun leiktíðar og aðeins tapað einum leik.

Það tap kom gegn nýliðum Wrexham í lok október, en þeir voru fljótir að hrista það af sér og unnu nú þriðja leikinn í röð.

Ekki byrjaði það neitt frábærlega. Aune Heggebo kom WBA í tveggja marka forystu á rúmum hálftíma áður en Josh Eccles skoraði mikilvæga þriðja mark leiksins undir lok hálfleiksins og minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Jayson Molumby, leikmaður WBA, sá rautt í byrjun síðari hálfleiks og í kjölfarið reið Coventry á vaðið og skoraði tvö mörk á fimm mínútum.

Coventry er á toppnum með 37 stig eftir sextán umferðir, átta stigum meira en Middlesbrough sem er í öðru sæti.

Southampton pakkaði Charlton saman, 5-1. Finn Azaz skoraði tvö fyrir gestina og kom Southampton upp í 13. sæti með 21 stig.

Bristol City vann Swansea City, 3-0 og er komið aftur á sigurbraut eftir að hafa farið í gegnum þrjá leiki án sigurs.

Bristol-menn eru í 4. sæti með 26 stig en Swansea í 19. sæti með 17 stig.

Coventry 3 - 2 West Brom
0-1 Aune Heggebo ('9 )
0-2 Aune Heggebo ('32 )
1-2 Josh Eccles ('41 )
2-2 Ellis Simms ('56 )
3-2 Victor Torp ('61 )
Rautt spjald: Jayson Molumby, West Brom ('49)

Bristol City 3 - 0 Swansea
1-0 Rob Dickie ('4 )
2-0 Emil Riis ('31 )
3-0 Yu Hirakawa ('82 )

Charlton Athletic 1 - 5 Southampton
0-1 Ryan Manning ('14 )
0-2 Adam Armstrong ('16 )
0-3 Caspar Jander ('20 )
0-4 Finn Azaz ('22 )
0-5 Finn Azaz ('43 )
1-5 Lloyd Jones ('45 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 20 10 5 5 24 26 -2 35
4 Ipswich Town 20 9 7 4 34 19 +15 34
5 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
6 Hull City 20 9 4 7 33 34 -1 31
7 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
8 Stoke City 20 9 3 8 26 19 +7 30
9 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
10 Bristol City 20 8 6 6 28 23 +5 30
11 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
12 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
13 Leicester 20 7 7 6 27 26 +1 28
14 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
15 Wrexham 20 6 9 5 24 23 +1 27
16 Derby County 20 7 6 7 27 29 -2 27
17 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner