Þýska félagið Bayern München ætlar að áfrýja þriggja leikja banninu sem kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz fékk fyrir rauða spjaldið gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni á dögunum.
Díaz sá rautt fyrir tæklingu á Achraf Hakimi undir lok fyrri hálfleiksins og fékk í kjölfarið þriggja leikja bann.
UEFA leit á þetta sem mjög gróft brot en Bayern er ósammála og er að undirbúa að áfrýja banninu.
„Við höfum farið fram skrifaða réttlætingu á þessum dómi frá UEFA til þess að geta áfrýjað. Sjáum til hvort við getum minnkað bannið. Við áætluðum upphaflega að þetta yrði bara einn leikur, en þriggja leikja bann kom okkur jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Við vorum alls ekki að búast við þessu. Þetta var auðvitað alvarlegt brot, en hann var ekki að reyna að meiða hann, engu var beint að dómaranum og það átti sér ekki neitt saknæmt eftir brotið. Áður fyrr hefði eitthvað þannig getað orðið að þriggja leikja banni, en ef við horfum raunhæft á þetta þá er það mjög sjaldgæft að áfrýjun gangi upp í málum sem þessum,“ Jan-Christian Dreesen, framkvæmdastjóri Bayern við Sky.
Athugasemdir




