Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham í úrvalsliðinu þrátt fyrir að hafa bara spilað eitt tímabil
Jude Bellingham
Jude Bellingham
Mynd: EPA
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, þurfti ekki að gera mikið til þess að komast í úrvalslið enska félagsins Birmingham City, en eitt tímabil dugði til að komast þangað.

Birmingham valdi besta lið sögunnar alveg frá því félagið var sett á laggirnar fyrir 150 árum síðan.

Athygli vekur að Bellingham er í liðinu þó hann spilaði aðeins eitt tímabil með Birmingham. Stuðningsmenn kusu liðið, en það breytir því ekki að valið er sérstakt.

Hann kom að sex mörkum í 44 leikjum áður en hann var seldur til Borussia Dortmund og líklega besti leikmaður sem Birmingham hefur framleitt í sögunni.

Liðið er í raun mjög sérsakt. Barry Ferguson er með Jude á miðjunni en hann lék aðeins tvö tímabil og þá er Christophe Dugarry einnig þar eftir að hafa leikið rúmt eitt og hálft tímabil.

Úrvalslið Birmingham: Gil Merrick (M), Stephen Carr, Kenny Burns, Roger Johnson, Martin Grainger, Seb Larsson, Jude Bellingham, Barry Ferguson, Stan Lazaridis, Trevor Francis, Christophe Dugarry.


Athugasemdir
banner
banner