ÍBV hefur keypt hinn 23 ára gamla Eið Atla Rúnarsson frá HK.
Hann er uppalinn hjá HK en hann var á láni hjá ÍBV sumarið 2024. Hann spilaði 19 leiki þegar ÍBV vann Lengjudeildina.
Hann er uppalinn hjá HK en hann var á láni hjá ÍBV sumarið 2024. Hann spilaði 19 leiki þegar ÍBV vann Lengjudeildina.
Hann kom við sögu í 22 af 25 leikjum HK síðasta sumar og skoraði tvö mörk en liðið hafnaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar en tapaði gegn Keflavík í úrslitum í umspilinu um sæti í Bestu deildinni. Hann spilaði alls 76 leiki fyrir HK.
Hann spilar með ÍBV í Bestu deildinni næsta sumar en Eyjamenn komu mörgum á óvart þegar liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar síðasta sumar sem nýliði.
Athugasemdir



