Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   lau 22. nóvember 2025 19:31
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Ísak lék allan leikinn í tapi
Mynd: Köln
Köln 3 - 4 Eintracht Frankfurt
1-0 Jakub Kaminski ('4 )
1-1 Arthur Theate ('39 )
1-2 Mahmoud Dahoud ('45+6 )
1-3 Jonathan Burkardt ('60 )
1-4 Jonathan Burkardt ('63 )
2-4 Marius Bulter ('83 )
3-4 Gian-Luca Waldschmidt ('90+4 )

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliðinu hjá Köln sem tók á móti Eintracht Frankfurt í efstu deild þýska boltans í dag.

Jakub Kaminski tók forystuna fyrir heimamenn í Köln snemma leiks en varnarmaðurinn Arthur Theate jafnaði leikinn áður en Mahmoud Dahoud fyrrum leikmaður Borussia Dortmund tók forystuna fyrir Frankfurt.

Dahoud skoraði seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks og virtist Jonathan Burkardt svo gera út um leikinn með tvennu á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleiknum.

Heimamenn í Köln gerðu skiptingar og náðu að minnka muninn niður í eitt mark í uppbótartíma, en þeir höfðu ekki tíma fyrir jöfnunarmark. Lokatölur urðu 3-4.

Köln er um miðja deild með 14 stig eftir 11 umferðir, 6 stigum minna heldur en Frankfurt sem er að berjast um sæti í Meistaradeild Evrópu.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
10 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
11 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
12 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner