Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   lau 22. nóvember 2025 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Verðum að nota þetta sem vendipunkt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Newcastle United lagði Manchester City að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag og var Eddie Howe þjálfari kátur að leikslokum.

Þetta var langþráður deildarsigur hjá Newcastle gegn Manchester City eftir að hafa mistekist að sigra lærlinga Pep Guardiola í öllum innbyrðisviðureignum þeirra í úrvalsdeildinni síðan 2019.

„Ég átta mig á því að við höfum ekki gert vel gegn Manchester City í fortíðinni en sannleikurinn er sá að þetta er ótrúlega sterkt lið sem er mjög erfitt að sigra. Við vorum nálægt okkar besta í dag en þetta var samt mjög jafn leikur, sem betur fer féll þetta okkar megin. Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum, full af orku, hjarta og hugrekki. Ég er stoltur af því hvernig við spiluðum," sagði Howe.

„Hugarfarið var lykilatriðið í þessum leik, strákarnir voru komnir aftur með orku eftir landsleikjahléð. Það vantaði orku gegn Brentford og West Ham en hún var komin til baka í dag. Strákarnir gátu hlaupið og svo var tæknilega getan líka til staðar, sem er ekki alltaf tilfellið. Þetta var erfiður leikur og við þurftum á mikilvægum vörslum frá Nick (Pope) að halda, en að lokum þá finnst mér strákarnir hafa átt skilið að fá stigin.

„Við sköpuðum svo mikið af færum í fyrri hálfleik að ég var vonsvikinn að fara ekki inn í leikhléð með forystuna, en sem betur fer náðum við að skora tvö mörk. Við vörðumst mjög vel til að halda forystunni og vinna leikinn."


Newcastle hefur farið illa af stað á deildartímabilinu og er aðeins með 15 stig eftir 12 umferðir. Liðið á útileiki við Marseille og Everton framundan á næstu viku.

„Þessi sigur ætti að gefa okkur sjálfstraust fyrir næstu leiki. Við verðum að nota þetta sem vendipunkt á tímabilinu."

Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle í leiknum og hrósaði Howe honum í hástert.

„Hann er markaskorari og er lunkinn við að skora mikilvæg mörk. Þessi mörk í dag eru gríðarlega mikilvæg en ég er líka svo ánægður með varnarleikinn. Það er ekki auðvelt að halda (Erling) Haaland niðri í 98 mínútur."

Howe hrósaði einnig miðjumanninum Bruno Guimaraes og framherjanum Nick Woltemade fyrir þeirra framlög í sigrinum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner