Callum Wilson, framherji West Ham, er með það markmið að vera í lokahópnum hjá enska landsliðinu fyrir HM á næsta ári, en hann segir marga telja að hann þjáist af ranghugmyndum.
Wilson er 33 ára gamall og spilaði níu A-landsleiki með Englendingum en síðasti kom árið 2023.
Hann gekk í raðir West Ham á frjálsri sölu frá Newcastle í sumar en ekki alveg tekist að finna taktinn.
Englendingurinn er aðeins með tvö mörk í níu leikjum á þessu tímabili og fengið takmarkaðan spiltíma, en hann hefur mikla trú á sjálfum sér og segist ætla á HM.
„Ég er búinn að skrifa niður að ég muni skora 100 mörk. Ég er með persónuleg markmið sem ég miða við allt sem hefur gerst síðustu ár, þar sem ég hef spilað minna en ég vildi, leiki sem ég vil spila og fjöldi þeirra og hversu oft ég er tiltækur. Það er HM framundan og ég trúi því enn að ég verði í lokahópnum ef ég get komið mér á skrið.“
„Síðast þegar England fór á HM þá skrifaði ég það niður. Allir spurðu mig: „Hvað ætlaru að gera í vetrarfríinu þegar HM verður spilað“. Dagbókin mín segir mér að ég sé á leið á HM og einhverjir sem halda að ég sé með ranghugmyndir. Það er vandamálið. Þegar þú hefur það mikla trú á þér þá heldur fólk að þú sér á barmi þess að vera bilaður. Það er fólk sem hefur farið með mér í gegnum ferilinn og heyrt mig segja eitthvað sem mér tókst síðan að afreka. Ég næ markmiðum mínum og ég hef komið til baka í hvert einasta sinn sem ég er afskrifaður,“ sagði Wilson.
Athugasemdir



