Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
banner
   lau 22. nóvember 2025 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Glæsileg mörk í Flórens
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 1 Juventus
0-1 Filip Kostic ('45+6)
1-1 Rolando Mandragora ('48)

Fiorentina tók á móti Juventus í efstu deild ítalska boltans í dag og úr varð jafn slagur sem einkenndist af mikilli baráttu og miðjumoði.

Juve tók forystuna seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Filip Kostic skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs, en heimamenn voru snöggir að jafna eftir leikhlé.

Rolando Mandragora skoraði þá með stórglæsilegu skoti nokkuð utan vítateigs sem var gjörsamlega óverjandi. Boltinn flaug undir samskeytin.

Juve var sterkara liðið í seinni hálfleik en tókst ekki að skapa mörg færi svo lokatölur urðu 1-1. Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann í jafnteflinu.

Þetta var annar leikur Fiorentina undir stjórn Paolo Vanoli eftir 2-2 jafntefli gegn Genoa fyrir landsleikjahlé. Fiorentina er óvænt á botni deildarinnar með 6 stig eftir 12 umferðir. Juventus er í sjötta sæti með 20 stig.

Í neðri deildunum lék Kristófer Jónsson allan leikinn í markalausu jafntefli hjá Triestina gegn Virtus Verona. Markús Páll Ellertsson var ónotaður varamaður. Triestina er á botninum í C-deild ítalska boltans með 8 stig í mínus eftir að hafa byrjað tímabilið með 23 stig í mínus.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður í sigri Venezia. Feneyingar eru í fimmta sæti B-deildarinnar, með 22 stig eftir 13 umferðir.

Virtus Verona 0 - 0 Triestina

Padova 0 - 2 Venezia

Athugasemdir
banner
banner