Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Ánægður með Elliott þó hann sé ekki í myndinni - „Hann er góður náungi“
Mynd: Aston Villa
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segist ánægður með vinnuframlag Harvey Elliott á æfingasvæðinu, en Englendingurinn hefur lítið fengið að spreyta sig síðan hann kom á láni frá Englandsmeisturum Liverpool.

Aston Villa fékk Elliott undir lok gluggans. Félagið fékk hann á láni með 35 milljóna punda kaupskyldu, en Englendingurinn hefur ekkert verið í hóp í síðustu þremur leikjum og ekki spilað leik síðan í byrjun október.

Emery segir ekki anda köldu á milli hans og Elliott, heldur sé samkeppnin mikil og erfitt að koma honum í hópinn.

„Harvey Elliott er að gera vel og hann leggur mjög hart að sér. Hann er góður náungi og er frábært að sjá hversu skuldbundinn hann er félaginu. Ég er ánægður með hans framlag, en það er erfitt núna því aðrir leikmenn eru að spila mjög vel, tildæmis Emi Buendia og aðrir leikmenn,“ sagði Emery.

Ef staða Elliott breytist ekki á næstu vikum mun Liverpool alvarlega skoða þann möguleika að kalla hann til baka.
Athugasemdir
banner
banner