Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   sun 23. nóvember 2025 14:09
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Öruggt hjá Sheffield United í borgarslagnum
Chris Wilder er stjóri Sheffield United
Chris Wilder er stjóri Sheffield United
Mynd: EPA
Sheffield Wed 0 - 3 Sheffield Utd
0-1 Tyrese Campbell ('11 )
0-2 Tyrese Campbell ('48 )
0-3 Thomas Cannon ('90 )

Chris Wilder og lærisveinar hans í Sheffield United unnu sannfærandi 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag.

Wilder var látinn taka poka sinn hjá United í sumar eftir að honum mistókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina og var Ruben Selles fenginn til þess að stýra liðinu.

Ömurleg byrjun Selles varð til þess að hann var rekinn eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum tímabilsins og var Wilder ráðinn aftur til starfa.

Það hefur tekið tíma að koma liðinu aftur á beinu brautina og er það verkefni sem er enn í gangi, en liðið er að minnsta kosti með montréttinn í Sheffield næstu mánuði.

Tyrese Campbell gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Fyrra markið gerði hann eftir að United vann boltann hátt upp á vellinum, boltinn færður inn vinstra megin í teiginn á Campbell sem skoraði með föstu skoti í fjærhornið og seinna markið kom snemma í síðari hálfleik er hann fékk boltann inn fyrir, nýtti sér leifturhraða sinn og kláraði síðan með góðu skoti í hægra hornið.

Tom Cannon gerði út um leikinn í uppbótartíma með skoti fyrir utan teig, sem hafði viðkomu af varnarmanni og neðst í fjærhornið.

Fjórði sigur Sheffield United á tímabilinu og liðið í 22. sæti með 13 stig, einu stigi frá öruggu sæti, en Wednesday í verri málum á botninum með fjögur stig í mínus.

Ástæða þess er að félagið var sett í greiðslustöðvun og var því refsað með -12 stigum í lok október.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 16 11 4 1 43 15 +28 37
2 Middlesbrough 16 8 6 2 20 14 +6 30
3 Stoke City 16 8 3 5 22 12 +10 27
4 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
5 Preston NE 16 7 5 4 21 16 +5 26
6 Hull City 16 7 4 5 28 27 +1 25
7 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
8 Ipswich Town 15 6 6 3 26 16 +10 24
9 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
10 Leicester 16 6 6 4 20 17 +3 24
11 Watford 16 6 5 5 22 20 +2 23
12 Derby County 16 6 5 5 22 22 0 23
13 Charlton Athletic 16 6 5 5 17 17 0 23
14 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
15 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
16 Southampton 16 5 6 5 23 22 +1 21
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 16 4 5 7 15 22 -7 17
21 Oxford United 16 3 5 8 17 23 -6 14
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 16 2 3 11 15 27 -12 9
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner
banner
banner