Napoli 3 - 1 Atalanta
1-0 David Neres ('17 )
2-0 David Neres ('38 )
3-0 Noa Lang ('45 )
3-1 Gianluca Scamacca ('52 )
1-0 David Neres ('17 )
2-0 David Neres ('38 )
3-0 Noa Lang ('45 )
3-1 Gianluca Scamacca ('52 )
Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti Atalanta í lokaleik dagsins í ítalska boltanum og áttu frábæran fyrri hálfleik.
David Neres skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og setti Noa Lang þriðja markið skömmu fyrir leikhlé, svo staðan var orðin 3-0 í leikhlé. Heimamenn voru sterkari og nýttu færin sín gríðarlega vel svo Raffaele Palladino þjálfari gestanna gerði tvöfalda skiptingu í leikhlé, þar sem Gianluca Scamacca og Odilon Kossounou komu inn.
Það tók Scamacca aðeins sjö mínútur að minnka muninn en gestunum tókst ekki að komast nær, svo lokatölur urðu 3-1. Seinni hálfleikurinn var nokkuð jafn og ekki mikið um góð færi.
Napoli fer á topp deildarinnar með sigrinum, liðið er með 25 stig eftir 12 umferðir. Þetta er annar tapleikurinn í röð hjá Atalanta sem er aðeins með 13 stig eftir hörmulegt gengi síðustu vikur.
Slæmu fréttirnar fyrir Napoli eru þær að Rasmus Höjlund og Amir Rrahmani fóru meiddir af velli í seinni hálfleik.
Athugasemdir





