Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fös 21. nóvember 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki á leið aftur inn í aðallið Chelsea
Mynd: EPA
Axel Disasi er leikmaður Chelsea en er ekki inni í myndinni hjá stjóranum Enzo Maresca. Franski miðvörðurinn æfir með varaliðinu en tók þátt í að minnsta kosti einni æfingu með aðalliðinu í landsleikjahléinu.

Maresca var sprurður út í Disasi á fréttamannafundi, hvort það væri möguleiki á að hann komi inn í aðalliðið. Disasi og Raheem Sterling eru í sömu stöðu.

„Axel er að hjálpa varaliðinu, hann er að hjálpa ungum leikmönnum. Í landsleikjahléinu vorum við bara með 5-6 leikmenn hér, svo við þurftum nokkra úr varaliðinu. Axel var hluti af einni æfingu. Þessa stundina er hann að hjálpa varaliðinu, hann er að vinna með því liði. Hann er leikmaður Chelsea. Raheem (Sterling) er líka leikmaður Chelsea og hann er í sömu stöðu," sagði Maresca.

Sterling er samningsbundinn Chelsea í eitt og hálft ár til viðbótar en Disasi á tæp fjögur ár eftir af sínum samningi.

Á fréttamannafundinum sagði Maresca að Benoit Badiashile gæti snúið aftur í hópinn um helgina en framundan er leikur gegn Burnley. Badiashile hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir