Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   lau 22. nóvember 2025 11:23
Brynjar Ingi Erluson
Elías skoraði en Meizhou Hakka féll - Hólmbert á skotskónum
Elías Már skoraði eina mark Meizhou sem féll
Elías Már skoraði eina mark Meizhou sem féll
Mynd: Meizhou Hakka
Hólmbert skoraði í næst síðustu umferðinni í Suður-Kóreu
Hólmbert skoraði í næst síðustu umferðinni í Suður-Kóreu
Mynd: Gwangju FC
Elías Már Ómarsson skoraði í lokaumferð kínversku úrvalsdeildarinnar er lið hans, Meizhou Hakka, féll niður í B-deildina, en hann gæti mögulega verið á heimleið eftir þetta tímabil.

Framherjinn samdi við Meizhou Hakka í sumar og var fenginn til að hjálpa liðinu í fallbaráttunni.

Alls kom hann að sex mörkum í fjórtán leikjum, gerði sitt og rúmlega það, en þrátt fyrir það féll liðið.

Fallið var staðfest í dag þegar Meizhou tapaði fyrir Beijing Guoan, 5-1, í lokaumferðinni, en Elías Már gerði eina mark Meizhou í leiknum.

Meizhou hafnaði í næst neðsta sæti deildarinnar með 21 stig.

Elías Már hefur verið orðaður við heimkomu og þá aftur til Keflavíkur sem vann umspilið í Lengjudeildinni á nýafstöðnu tímabili.

Hólmbert á skotskónum

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði fyrra mark Gwangju sem lagði Ulsan að velli, 2-0, í næst síðustu umferð í fallriðli suður-kóreu deildarinnar.

Framherjinn skoraði mark sitt á 3. mínútu sem var hans annað mark á tímabilinu.

Gwangju er á toppnum í fallriðlinum með 51 stig og búið að bjarga sér frá falli.

Næstu helgi mætir Gwangju liði Suwon í lokaumferðinni áður en það mætir Jeonbuk í bikarúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner