Englandsmeistarar Liverpool töpuðu sjötta deildarleiknum á tímabilinu er það lá fyrir Nottingham Forest, 3-0, á Anfield í dag.
Liverpool átti draumabyrjun á tímabilinu og vann fimm leiki í röð, en sá draumur breyttist fljótlega í martröð.
Liðið hefur verið í frjálsu falli með tilkomu nýrra leikmanna og þeir ekki enn búnir að gerjast saman með þeim sem voru fyrir hjá félaginu.
Heimamenn litu ágætlega út í byrjun fyrri hálfleiks og fengu nokkra ágætis sénsa, en á 33. mínútu komust Forest-menn óvænt í forystu eftir hornspyrnu.
Boltinn datt fyrir Murillo í teignum sem skaut föstu skoti framhjá Alisson. Markið þótti umdeilt en Dan Ndoye stóð í rangstöðu og truflaði sjónlínu Alisson, en markið dæmt gott og gilt.
Tveimur mínútum síðar setti Igor Jesus boltann í netið en í þetta sinn var það dæmt af þar sem hann átti að hafa handleikið boltann í aðdragandanum, en það virtist líka fremur vafasamur dómur.
Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Forest en strax í byrjun síðari bætti Nicola Savona við öðru marki. Alexis Mac Allister tapaði boltanum klaufalega hægra megin í teignum, boltinn settur út á Savona sem skaut boltanum í markið.
Morgan Gibbs-White rak síðasta naglann í kistu Liverpool á 78. mínútu. Alisson varði fyrra skotið frá Omari Hutchinson, boltinn út á Gibbs-White sem setti hann örugglega í hægra hornið.
Skelfileg frammistaða frá Liverpool og sungu stuðningsmenn Forest hátt og snjallt: „Hann verður rekinn í fyrramálið“ til Arne Slot.
Það er spurning hvað hann fær marga leiki til að snúa gengi Liverpool við, en útlitið er alla vega ekki gott. Liverpool er komið niður í 11. sæti með 18 stig, átta stigum frá toppnum en Forest í 16. sæti með 12 stig.
Daniel Munoz og Yeremy Pino tryggðu Crystal Palace 2-0 sigur á Úlfunum á Molineux.
Bikarmeistararnir líta mjög vel út og sitja í 4. sæti með 20 stig en Úlfarnir áfram á botninum með 2 stig og stefnir allt í að þeir fari niður.
Brighton vann 2-1 sigur á Brentford á AMEX-leikvanginum. Igor Thiago skoraði úr vítaspyrnu á 29. mínútu en í síðari hálfleik náðu Brighton-menn að snúa taflinu við.
Danny Welbeck skoraði á 71. mínútu og jafnaði leikinn áður en varamaðurinn Jack Hinshelwood gerði sigurmarkið sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Á lokasekúndum uppbótartímans fengu Brentford-menn vítaspyrnu og aftur fór Thiago á punktinn en Bart Verbruggen reyndist hetja Brighton og varði vítið.
Brighton er í 5. sæti með 19 stig en Brentford í 12. sæti með 16 stig.
Raul Jimenez var hetja Fulham í 1-0 sigrinum á nýliðum Sunderland.
Hann gerði eina markið á 84. mínútu eftir stoðsendingu Samuel Chukwueze.
Fulham er í 14. sæti með 14 stig en Sunderland komið niður í 6. sæti með 19 stig.
Antoine Semenyo-lausir Bournemout-menn gerðu 2-2 jafntefli við West Ham á Vitality-leikvanginum.
Callum WIlson, sem dreymir um að fara með Englendingum á HM, kom Hömrunum yfir á 11. mínútu og bætti hann við öðru marki á 35. mínútu. Draumur Wilson lifir og West Ham í góðri stöðu.
Í síðari hálfleik komu Bournemouth-menn til baka. Marcus Tavernier minnkaði muninn úr vítaspyrnu og þá jafnaði Enes Unal metin á 81. mínútu til að bjarga stiginu.
Wolves 0 - 2 Crystal Palace
0-1 Daniel Munoz ('63 )
0-2 Yeremy Pino ('69 )
Fulham 1 - 0 Sunderland
1-0 Raul Jimenez ('84 )
Liverpool 0 - 3 Nott. Forest
0-1 Murillo ('33 )
0-2 Nicolo Savona ('46 )
0-3 Morgan Gibbs-White ('78 )
Brighton 2 - 1 Brentford
0-1 Igor Thiago ('29 , víti)
1-1 Danny Welbeck ('71 )
2-1 Jack Hinshelwood ('84 )
Bournemouth 2 - 2 West Ham
0-1 Callum Wilson ('11 )
0-2 Callum Wilson ('35 )
1-2 Marcus Tavernier ('69 , víti)
2-2 Enes Unal ('81 )
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 11 | 8 | 2 | 1 | 20 | 5 | +15 | 26 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 11 | 7 | 1 | 3 | 23 | 8 | +15 | 22 |
| 4 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 5 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 8 | Tottenham | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 10 | +9 | 18 |
| 9 | Aston Villa | 11 | 5 | 3 | 3 | 13 | 10 | +3 | 18 |
| 10 | Man Utd | 11 | 5 | 3 | 3 | 19 | 18 | +1 | 18 |
| 11 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 12 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 13 | Everton | 11 | 4 | 3 | 4 | 12 | 13 | -1 | 15 |
| 14 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 15 | Newcastle | 11 | 3 | 3 | 5 | 11 | 14 | -3 | 12 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | Leeds | 11 | 3 | 2 | 6 | 10 | 20 | -10 | 11 |
| 18 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir


