Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Enginn fengið fleiri rauð spjöld í sögunni
Mynd: EPA
Mainz 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Andreas Hanche-Olsen ('9 , sjálfsmark)
1-1 Danny da Costa ('76 )
Rautt spjald: Dominik Kohr, Mainz ('88)

Mainz og Hoffenheim skildu jöfn í elleftu umferð þýsku deildarinnar.

Hoffenheim komst yfir snemma leiks þegar Andreas Hanche-Olsen varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Danny da Costa jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma eftir atgang inn á teignum.

Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma fékk Dominik Kohr, leikmaður Mainz, rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. Þetta var níunda rauða spjald hans í deildinni. Hann bætti þar með met yfir flest rauð spjöld í sögu deildarinnar.

Í blálokin virtist Ihlas Bebou vera skora sigurmarkið fyrir Hoffenheim en Robin Hranac, varnarmaður Hoffenheim, fékk boltann í höndina í aðdragandanum og markið var dæmt af.

Hoffenheim er í 6. sæti með 20 stig en Mainz er í 17. sæti með sex stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 11 6 2 3 22 17 +5 20
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 11 1 3 7 11 19 -8 6
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner
banner