Arsenal vann erkifjendaslaginn gegn Tottenham í kvöld með miklum yfirburðum og er með sex stiga forystu á toppnum.
Mikel Arteta var í skýjunum eftir leikinn.
Mikel Arteta var í skýjunum eftir leikinn.
„Ég naut hverrar einustu mínútu, undirbúningurinn frá því þeir komu aftur eftir landsleikjahlé, orkan sem ég fann, hungrið að spila leikinn, áhugans og gleðinnar," sagði Arteta.
„Það gerir þetta sérstakan dag hvernig við spiluðum og mörkin sem við skoruðum gegn erkifjendunum. Við vorum mjög sterkir frá byrjun."
„Við vitum að þetta er langt ferðalag, við erum mjög spenntir fyrir þvi sem við erum að gera og verðum að halda dampi," sagði Arteta að lokum.
Athugasemdir




